Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. október 2021 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Werner og Lukaku líklega ekki með gegn Norwich - „Aðrir þurfa að stíga upp"
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: Getty Images
Timo Werner þurfti að fara meiddur af velli
Timo Werner þurfti að fara meiddur af velli
Mynd: EPA
Romelu Lukaku og Timo Werner verða frá í nokkra daga vegna meiðslana sem þeir urðu fyrir í 4-0 sigri Chelsea á Malmö FF í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir þau ekki af alvarlegum toga.

Lukaku fór meiddur af velli eftir tæklingu frá Lassie Nielsen inn í teig. Belgíski framherjinn vann vítaspyrnu fyrir Chelsea en neyddist til að fara af velli vegna meiðsla í ökkla.

Werner fór þá af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla í nára en Tuchel býst þó ekki við að þeir verði lengi frá. Þeir missa að minnsta kosti af leiknum gegn Norwich um helgina og segir Tuchel það frábært tækifæri fyrir aðra leikmenn sem hafa beðið eftir tækifærinu.

„Romelu sneri upp á ökklann á sér og svo voru þetta vöðvameiðsli og í nára hjá Timo, þannig þeir verða frá í nokkra daga býst ég við," sagði Tuchel.

„Við erum vanalega í góðum málum þegar það kemur að meiðslum. Christian Pulisic er meiddur en við söknum allra leikmanna. Við eigum mikið af leikjum og í mörgum keppnum þannig við þurfum að finna lausnir og sleppa afsökunum."

„Þessir tveir leikmenn voru í góðu formi, þeir eru hættulegir og geta skapað færi og skorað þannig nú þurfum við að finna lausnir og þeir leikmenn sem hafa beðið eftir tækifærinu þurfa að stíga upp og skora. Keppnin er hafin og þeir leikmenn sem byrja gegn Norwich fá traustið og við munum svo halda áfram að finna lausnir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner