Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. nóvember 2020 19:30
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Vissi ekki að Valgeir væri svona góður
Valgeir fagnar marki með Val í sumar.
Valgeir fagnar marki með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann stóð sig gríðarlega vel í sumar. Ég verð að viðurkenna fávisku mína. Þegar ég byrjaði hérna þá vissi ég ekki að hann væri svona góður," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í hlaðvarpinu Vængjum þöndum þegar hann ræddi um bakvörðinn Valgeir Lunddal Friðriksson.

Valgeir kom gríðarlega öflugur inn í lið Íslandsmeistara Vals í sumar en hann eignaði sér snemma móts stöðu vinstri bakvarðar í liðinu.

Valgeir er 19 ára gamall en hann kom til Vals frá Fjölni í fyrra. Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann Pepsi Max-deildarinnar eftir tímabilið.

„Ég var búinn að heyra að hann væri efnilegur en svo kom hann gríðarlega sterkur inn frá byrjun. Hann er með gott hugarfar og tekur vel leiðsögn," sagði Heimir.

„Hann er fljótur sem skiptir gríðarlegu máli. Hann er með góða tækni og var vængmaður þegar hann var yngri. Hann stóð sig gríðarlega vel. Hann er fæddur árið 2001 og það er ekki oft sem maður sér svona unga leikmenn sýna svona mikinn stöðugleika. Þegar ég lít til baka man ég bara eftir 1-2 leikjum þar sem hann var ekki góður."

Erlend félög hafa sýnt Valgeiri áhuga en eins og staðan er í dag þá verður hann áfram hjá Val. „Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta og eðlilega stefnir hann hærra en við skulum vona að við fáum að njóta þess að hafa hann aðeins lengur," sagði Heimir.

Hér að neðan má hlusta á Vængjum þöndum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner