Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. nóvember 2021 17:40
Brynjar Ingi Erluson
„Við berum allir ábyrgð á þessari frammistöðu"
Bruno Fernandes og hans menn í Man Utd töpuðu fyrir Watford, 4-1
Bruno Fernandes og hans menn í Man Utd töpuðu fyrir Watford, 4-1
Mynd: EPA
Portúgalski sóknartengiliðurinn Bruno Fernandes vildi ekki benda fingrum eftir slæma frammistöðu Manchester United gegn Watford í dag en leiknum lauk með 4-1 tapi United.

United hefur spilað langt undir getu á þessari leiktíð og það versnaði í dag er liðið fékk skell gegn Watford.

David De Gea, markvörður United, sagði frammistöðuna skammarlega og tók Fernandes undir það en vildi þó ekki setja ábyrgðina á stjórann heldur allt liðið.

„Þetta er öllum að kenna. Það er ekki stjórinn, einn leikmaður heldur er ábyrgðin allra," sagði Fernandes.

„Það þurfa allir að taka ábyrgðina því allir þurfa að gera betur," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner