Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. janúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Konráð Freyr í Völsung (Staðfest)
Konráð kemur frá Tindastóli.
Konráð kemur frá Tindastóli.
Mynd: Hafþór-640.is
Konráð Freyr Sigurðsson hefur gengið í raðir Völsungs, en hann kemur til félagsins frá Tindastóli. Það er 640.is sem segir frá þessum tíðindum.

Konráð er hávaxinn og sterkur miðjumaður sem kemur eflaust til með að styrkja lið Völsungs.

Hann hefur verið fyrirliði Tindastóls undanfarin ár þrátt fyrir að vera ekki elsti leikmaðurinn í bransanum. Hann er fæddur árið 1995 og er því á 25. aldursári.

Konráð á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir Tindastól og Drangey og hefur skorað í þeim 15 mörk.

Við sama tilefni skrifuðu nokkrir leikmenn undir tveggja ára samninga við félagið. Guðmundur Óli Steingrímsson, máttarstólpi í liðinu og hokinn af reynslu, réð á vaðið og í kjölfarið fylgdu hinir ungu Arnar Pálmi Kristjánsson, Elmar Örn Guðmundsson og Steinarr Bergsson.

Þá framlengdi Ásgeir Kristjánsson einnig samning sinn áður en hann hélt aftur út til Bandaríkjanna í nám.

Á síðasta tímabili féll Tindastóll úr 2. deild, en Völsungur hafnaði í sjötta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner