Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
Kane sagður opinn fyrir því að ganga til liðs við Man Utd
Verða þessir tveir liðsfélagar?
Verða þessir tveir liðsfélagar?
Mynd: EPA

Manchester United er sagt hafa mikinn áhuga á Harry Kane, sóknarmanni Tottenham Hotspur, en félagið ætlar að reyna klófesta kappann næsta sumar.


Erik ten Hag leggur mikla áherslu á það að kaupa sóknarmann eftir tímabilið og er fyrirliði Englands sagður vera mjög ofarlega á blaði.

Sportsmail segir frá því að forráðarmenn Man Utd séu nú þegar farnir að skoða þann möguleika að fá Kane en leikmaðurinn sjálfur er sagður opinn fyrir því að ganga til liðs við þá rauðklæddu.

Þessi 29 ára gamli sóknarmaður á eftir eitt ár af samningi sínum við Tottenham eftir þetta tímabil en félagið vill að hann framlengi samninginn. Ekki er talið mjög líklegt að það muni hins vegar gerast.

Bayern Munchen og Real Madrid eru líka sögð hafa áhuga á Kane en Bayern reyndi að fá leikmanninn síðasta sumar.

Talið er að Kane vilji vera áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann er að elta met Alan Shearer sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.

Kane er 62 mörkum frá Shearer sem stendur en Shearer skoraði 260 úrvalsdeildarmörk á sínum ferli.


Athugasemdir
banner
banner
banner