Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 21. janúar 2025 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Napoli að vinna kapphlaupið við Man Utd?
Napoli vill kaupa vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu frá Lecce og er að nálgast samkomulag um kaupverð.

Napoli er víst tilbúið að leyfa honum að klára tímabilið á láni hjá Lecce.

Manchester United hefur líka mikinn áhuga á honum en verðmiðinn á Dorgu er um 40 milljónir evra.

Dorgu er tvítugur, er af nígerískum uppruna en fæddist í Kaupmannahöfn. Hann á fjóra landsleiki fyrir Danmörku.

Samkvæmt Sky á Ítalíu eru forráðamenn Man Utd á leið til Ítalíu til að ræða við Lecce um Dorgu og við Napoli um Alejandro Garnacho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner