sun 21. febrúar 2021 10:30
Aksentije Milisic
Moyes vill stöðugleika hjá West Ham - Evrópukeppni alltaf markmið
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham United, segir að hann vilji búa til meiri stöðugleika hjá félaginu. Hann segir að liðið verði að vera reglulega þáttakandi í Evrópukeppni og berjist ofarlega á töflunni í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur spilað mjög vel í vetur og er liðið sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en liðið mætir Tottenham Hotspur í dag á heimavelli. West Ham hefur ekki endað ofar en 7. sætið síðan árið 1999. Skotinn geðþekki vill breyta því.

„Ég býst við því að við verðum svona ofarlega á næsta ári. Líka á þarnæsta ári. Það er mitt starf að hafa félagið á þessum stað,” sagði David Moyes.

„Ég ætla reyna sjá til þess að við verðum áfram lið sem verður í baráttunni ofarlega á töflunni. Ég vil búa til stöðugleika hér og við erum lið sem eigum að vera í Evrópukeppni reglulega.”

Með sigri á Tottenham í dag geta lærisveinar David Moyes hoppað upp í fjórða sæti deildarinnar en það er sætið sem gefur rétt á þáttöku í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner