Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. febrúar 2021 16:35
Aksentije Milisic
Sigur númer 100 hjá Inzaghi kom í gær - Fjórði sneggsti í sögunni
Mynd: Getty Images
Simone Inzaghi, þjálfari Lazio á Ítalíu, vann sinn hundraðasta sigur í deildinni í gær og var hann fjórði sneggsti þjálfarinn í sögu deildarinnar til að ná þessu.

Luis Alberto gerði eina mark leiksins í gær þegar Lazio vann mikilvægan sigur á Sampdoria á Ólimpíuleikvangnum í Róm.

Allir þessir sigrar hjá Inzagi hafa komið með Lazio en hann þurfti einungis 181 leik til þess að ná þessu. Einu stjórarnir sem hafa verið fljótari en hann með þennan áfanga eru þeir Fabio Capello (180 leiki), Maurizio Sarri (169 leiki) og þjálfar Inter, Antonio Conte, sem þurfti einungis 145 leiki.

Inzaghi er 44 ára en hann hefur gert jafntefli 34 sinnum og tapað 48 leikjum. Lazio er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en liðin í kring hafa spilað einum leik færra.
Athugasemdir
banner
banner