Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Koma Ratcliffe gæti opnað dyr fyrir Greenwood - „Munum skoða staðreyndir“
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood gæti átt leið aftur inn í aðallið Manchester United á næsta tímabili en Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi félagsins, greindi frá þessu í dag.

Greenwood var talinn eitt mesta efni Englands áður en hann var handtekinn í janúar fyrir tveimur árum eftir að kærasta hans, Harriet Robson, birti myndir og myndbönd af áverkum sem hún sagði vera af hendi Greenwood. Auk þess birtist hljóðupptaka þar sem Greenwood þvingar hana til að eiga við sig samræði.

Leikmaðurinn mátti ekki æfa né spila með United á meðan málið var til rannsóknar, en það var fellt niður á síðasta ári. United ætlaði að fá hann aftur í hópinn fyrir þessa leiktíð, en hætti við eftir viðbrögð samfélagsins.

Englendingurinn var sendur til Getafe á láni út tímabilið og tekið fram að hann ætti ekki afturkvæmt í lið United, en það gæti orðið breyting á því eftir þessa leiktíð.

Ratcliffe, sem hefur fest kaup á 27,7 prósent hlut í Manchester United, gæti hafa opnað dyr fyrir Greenwood en það verður tekin ákvörðun varðandi framtíð hans á næstu mánuðum.

„Já, klárlega. Við munum taka ákvörðun og réttlæta hana,“ sagði Ratcliffe.

„Hann er leikmaður Manchester United og við stjórnum fótboltalegu hliðinni. Þannig svarið er já við verðum að taka ákvarðanir. Það er nokkuð ljóst að við verðum að taka ákvörðun en það er ekki búið að því.“

„Hann augljóslega á láni en hann er ekki eini leikmaðurinn. Við erum með einn eða tvo leikmenn sem við þurfum að eiga við og við verðum að taka ákvörðun, sem við munum gera.

„Ferlið verður þannig að við munum skoða staðreyndir ekki alla ringulreiðina. Síðan munum við reyna að finna sanngjarna ákvörðun sem snýr að því hvort hann sé góður gaur eða ekki og svara því hvort það sé einlægur möguleiki á því að hann geti spilað vel fyrir Manchester United. Það snýr einnig að því hvort okkur og stuðningsmönnunum líði vel með það,“
sagði Ratcliffe í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner