Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 21. febrúar 2024 09:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel: Munum gera allt til að ná sem bestum árangri

Thomas Tuchel stjóri Bayern Munchen mun yfirgefa félagið í sumar en félagið staðfesti það rétt í þessu.


Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði en liðið er átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen í þýsku deildinni og er 1-0 undir í einvíginu gegn Lazio í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern sendi frá sér yfirlýsingu í morgun og Tuchel tjáði sig um framhaldið.

„Við höfum komist að samkomulagi að enda samvinnuna okkar eftir tímabilið. Þangað til munum ég og þjálfarateymið að sjálfsögðu halda áfram að gera allt til að ná sem bestum árangri," sagði Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner