Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
McLeish: Þetta tap var hræðilegt
Mynd: Getty Images
Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skotlands var sár í viðtali eftir að Skotar voru niðurlægðir með 3-0 tapi gegn Kasakstan í Undankeppni EM í dag.

Skotar höfðu vonast eftir góðri byrjun í undankeppninni en lið þeirra missteig sig allsvakalega gegn liðinu í 117. sæti heimslistans.

Tvö mörk snemma leiks frá heimamönnum í Kasakstan slógu gestina all verulega út af laginu.

Í samtali við Sky Sports eftir leikinn hafði McLeish þetta að segja:

„Þetta var hræðilegt. Við byrjuðum vel en svo fengum við tvær tuskur í andlitið. Það var erfitt eftir það og leiðinlegt að sjá hvernig við brugðumst við", sagði McLeish.

„Við reyndum að breyta til í hálfleik en þeir héldu áfram að vinna alla seinni boltana sem voru í bóði. Við komumst aldrei í takt við leikinn."

„Þetta er auðvitað mjög sárt og við erum mjög fúlir með leikinn. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir í dag."



Athugasemdir
banner
banner