Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. mars 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Af hverju ætti Coutinho að fara aftur til Liverpool?"
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit.
Emmanuel Petit.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, telur að Philippe Coutinho spyrji sjálfan sig stanslaust að því hvers vegna í ósköpunum hann fór til Barcelona.

Í janúar 2018 gekk Coutinho í raðir Barcelona fyrir 142 milljónir punda. Hann hafði reynt að yfirgefa Liverpool í nokkra mánuði og fékk loksins ósk sína uppfyllta. Hann er hins vegar ekki lengur hjá Barcelona, hann var lánaður til Bayern München síðasta sumar eftir að hafa ollið vonbrigðum í Katalóníu.

Petit spilaði í eitt tímabil með Barcelona á sínum leikmannaferli, tímabilið 2000/01. Eftir að Petit fór þá bætti Arsenal sig og vann Englandsmeistaratitilinn 2002 og 2004. Hann sá eftir ákvörðun sinni og telur hann að Coutinho líði eins.

„Ef ég væri Philippe Coutinho þá myndi ég vakna á hverjum degi og hugsa með mér: 'Af hverju, af hverju fór ég til Barcelona?" sagði Petit við Mirror.

„Vitiði af hverju ég segi þetta? Vegna þess að ég man þegar ég vaknaði, þegar ég var hjá Barcelona, og hugsaði eins."

„Ég er viss um að Coutinho hefur verið að spyrja sig að því sama í góðan tíma núna. Hann fór í Bayern München og spilar stundum vel, en er ekki alveg með fast sæti í byrjunarliðinu."

Coutinho er í láni hjá Bayern og hefur þýska stórveldið möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið. Petit væri til í að sjá hinn 27 ára Coutinho aftur á Englandi.

„Hann passar fullkomlega í ensku úrvalsdeildina. Það vita allir hvers megnugur hann er. Hann fer ekki aftur til Liverpool. Coutinho þarf að vera hreinskilinn við sjálfan sig. Liverpool hefur unnið Meistaradeildina og eru á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina."

„Liverpool þarf hann ekki og af hverju ætti hann því að fara þangað aftur?"
Athugasemdir
banner
banner
banner