Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. mars 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og Liverpool halda áfram að borga hlutastarfsfólki
Hlutastarfsmenn Manchester United önnuðust sláttinn fyrir undanúrslitaleik gegn Manchester City í janúar.
Hlutastarfsmenn Manchester United önnuðust sláttinn fyrir undanúrslitaleik gegn Manchester City í janúar.
Mynd: Getty Images
Enski boltinn er í pásu vegna kórónuveirunnar og er mikið af hlutastarfsfólki knattspyrnufélaga í vanda vegna tekjutaps.

Gríðarlega mikið af fólki starfar fyrir félögin á leikdögum en hefur nú ekkert að gera. Talið er að starfsmannakostnaður stærstu félaganna sé vel yfir 200 þúsund pund á hverjum leikdegi, án þess að telja leikmenn og starfsteymið sem starfar fyrir félagið daglega.

Manchester United og Liverpool hafa gefið út að þau munu halda áfram að borga starfsfólki á leikdögum en mörg önnur félög eiga enn eftir að taka ákvörðun. Rauðu djöflarnir eru með um 3000 hlutastarfsmenn.

Kvartanir frá starfsfólki Manchester City hafa ratað í enska fjölmiðla þar sem þögn stjórnenda félagsins er illa séð.

Brighton var meðal fyrstu úrvalsdeildarfélaga til að staðfesta launagreiðslur til hlutastarfsmanna, sem telja um 600 manns, út tímabilið. Wolves hefur einnig staðfest launagreiðslur til hlutastarfsmanna.

Arsenal, Tottenham, Aston Villa og Crystal Palace hafa öll sagst ætla að koma til móts starfsmenn án þess þó að ítreka frekar með hvaða hætti það verði gert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner