
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum.
Jose Mourinho, fráfarandi stjóri Tottenham, hefur verið orðaður við Celtic. (Sun)
Valencia gæti einnig ráðið Mourinho en Peter Lim eigandi félagins er til í að reka þjálfarann Javi Gracia og ráða Mourinho. (Todofichajes)
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segist ekki vera að taka við Tottenham. (Talksport)
Daniel Levy, formaður Tottenham, óttaðist að allt að tíu leikmenn myndu fara frá félaginu í sumar ef Mourinho yrði ekki rekinn. Levy óttaðist mest um Harry Kane (27), Dele Alli (25) og Gareth Bale (31). (Eurosport)
Barcelona hefur boðið Sergio Aguero (32) framherja Manchester City tveggja ára samning. (TyC Sports)
Real Betis hefur áhuga á að fá miðvörðinn Eric Bailly (27) frá Manchester United í sumar. (Sun)
Aston Villa gæti reynt að fá Jesse Lingard (28) frá Manchester United í sumar. (Football Insider)
Liverpool vill fá 8,63 milljónir punda frá Porto fyrir miðjumanninn Marko Grujic (25). Grujic er í láni hjá Porto en félagið gæti nú keypt hann. (A Bole)
David Alaba (28) varnarmaður Bayern Munchen hefur samþykkt fimm ára samning hjá Real Madrid. (Sky Sport)
Duje Caleta-Car (24) miðvörður Marseille vonast til að Liverpool geri aðra tilraun til að fá sig en franska félagið er tilbúið að selja Króatann í sumar. (Teamtalk)
WBA ætlar að halda markverðinum Sam Johnstone (28) fyrir næsta tímabil en bæði Manchester United og West Ham hafa sýnt honum áhuga. (Express and Star)
Newcastle hefur áhuga á bakverðinum Nuno Tavares (21) hjá Benfica. (Record)
Arsenal er í viðræðum um að kaupa markvörðinn Mat Ryan (29) frá Brighton en hann hefur verið á láni síðan í janúar. (Football Insider)
Kylian Mbappe (22) er byrjaður að leita að húsi í Madrid. Mbappe hefur verið sterklega orðaður við Rela Madrid. (Goal)
Athugasemdir