Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. maí 2017 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fyrsti sigur Breiðabliks kom gegn Víkingi R.
Efete var á skotskónum.
Efete var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 3 Breiðablik
0-1 Hrvoje Tokic ('16)
1-1 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('51)
1-2 Davíð Kristján Ólafsson ('70)
1-3 Michee Efete ('73)
2-3 Dofri Snorrason ('90)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Breiðablik getur loksins fagnað. Þeir unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í sumar, en hann sóttu þeir í Fossvoginn.

Bæði lið eru þjálfaralaus ef svo má segja. Bæði lið hafa misst sína þjálfara, Arnar Grétarsson var látinn fara frá Blikum og Milos Milovojevic sagði upp hjá Víkingi á föstudaginn.

Þetta var því mjög áhugaverður leikur, en gengi liðanna hefur alls ekki verið gott í upphafi sumars.

Það voru gestirnir úr Kópavogi sem skoruðu fyrsta markið á 16. mínútu þegar Hrvoje Tokic skoraði, en hann opnaði markareikning sinn fyrir Breiðblik. Kærkomið mark fyrir hann!

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiks jafnaði varnarmaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fyrir Víkinga.

Blikarnir ætluðu ekki að gera jafntefli, þeir ætluðu að vinna! Þeir komust aftur yfir á 70. mínútu þegar Davíð Kristján Ólafsson skoraði og stuttu síðar bætti varnarmaðurinn sterki Michee Efete við. Efete hefur komið mjög sterkur inn fyrir Breiðablik.

Staðan orðin 3-1 fyrir Breiðablik, en Víkingar minnkuðu muninn undir lokin. Þá skoraði Dofri Snorrason, en það var of seint.

Lokatölur 3-2 fyrir Breiðablik sem er núna við hlið Víkinga í töflunni. Liðin eru í níunda og tíunda sæti deildarinnar, bæði með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner