Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. maí 2019 11:53
Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið spilar tvo leiki við Finnland í júní
Spilað á þjóðhátíðardaginn í Espoo
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins ræddi við Fótbolta.net í dag og sagði frá næstu leikjum liðsins sem verða í Finnlandi í júní.
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins ræddi við Fótbolta.net í dag og sagði frá næstu leikjum liðsins sem verða í Finnlandi í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki við Finnland í næsta mánuði en þetta staðfesti Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

„Þetta eru tveir leikir sem henta mjög vel á þessum tímapunkti, ég er mjög spenntur fyrir því," sagði Jón Þór við Fótbolta.net en hann sagði að erfiðlega hafi gengið að ná leikjunum saman en það sé nú í höfn.

„Það hafa verið viðræður í gangi allt árið og tekið langan tíma að klára þetta en það er núna klárt," sagði hann.

Fyrri leikurinn fer fram í Turku 13. júní næstkomandi og sá síðari fer fram á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Espoo rétt fyrir utan Helsinki 17. júní.

Jón Þór sagðist stefna á að tilkynna leikmannahóp Íslands fyrir verkefnið um miðja næstu viku en þar sem um alþjóðlega leikdaga er að ræða getur hann valið úr öllum leikmönnum í þetta verkefni. Þetta eru síðustu leikirnir áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust en leikið verður gegn Ungverjum og Slóvenum hér heima í ágúst og september.

„Finnar eru í styrkleikaflokki fyrir neðan okkur. Það var sænskur þjálfari sem var lengi með Skotland sem tók við þeim fyrir tveimur árum. Það er svipuð uppbygging þar og var hjá Skotum," sagði Jón Þór um finnska liðið.

„Þau eru að þétta liðið, spila 4-4-2 og hafa náð mjög góðum úrslitum."
Athugasemdir
banner
banner