Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. maí 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leipzig bikarmeistari í fyrsta sinn
RB Leipzig er bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins
RB Leipzig er bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins
Mynd: EPA
Freiburg 1 - 1 RB Leipzig (2-4, eftir vítakeppni)
1-0 Maximilian Eggestein ('19 )
1-1 Christopher Nkunku ('76 )
Rautt spjald: Marcel Halstenberg, RB Leipzig ('57)

RB Leipzig vann fyrsta bikarmeistaratitil sinn í kvöld með því að vinna Freiburg í vítakeppni en liðið lék manni færri meirihluta síðari hálfleiksins.

Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir á 19. mínútu. Boltinn datt fyrir hann fyrir utan teig og lagði hann knöttinn snyrtilega með innanfótarskoti í vinstra hornið.

Marcel Halstenberg, varnarmaður Leipzig, var rekinn af velli á 57. mínútu er hann reif framherja Freiburg niður.

Það var svo að sjálfsögðu Christopher Nkunku sem jafnaði metin tæpum stundarfjórðungi fyrir lok síðari hálfleiks. Leipzig átti aukaspyrnu sem fór í vegginn áður en boltanum var komið inn í teiginn á Willi Orban sem framlengdi hann á fjærstöng og þar var Nkunku mættur á ferðinni til að pota boltanum í markið.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því vítaspyrnukeppni framundan. Leipzig hafði betur þar, 4-2, en tveir leikmenn Freiburg klikkuðu með því að skjóta yfir og í slá.

Leipzig er því bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner