Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 21. júní 2021 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Komast upp með hluti sem flestallir komast ekki upp með
Rúnar Kristins
Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flóki átti stóran þátt í marki í síðasta leik
Flóki átti stóran þátt í marki í síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Já, ég held ég geti verið sáttur með þetta. Það var gott að jafna í uppbótartíma. Eftir lélegan fyrri hálfleik þá bættum við okkur töluvert í þeim síðari. Þetta var kannski ekki einn af okkar bestu leikjum en Víkingarnir eru góðir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.

KR jafnaði með marki í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Ég held að þetta sé bara sanngjörn niðurstaða, þetta var hörku leikur og mikið um pústra. Stundum var dæmt en stundum ekki. Leikurinn fékk að fljóta en stundum bara í aðra áttina. Svona er þetta bara."

„Línan hjá Dómaranum var fín en hún var bara í eina átt. Það eru menn sem komast upp með hluti inn á vellinum sem flestallir fótboltamenn komast ekki upp með. Svo finnst manni illa að einhverjum vegið. Ég hugsa að við séum að fá flest ef ekki öll spjöldin í leiknum. Þeir fá mun fleiri aukaspyrnur en við fyrir sambærilega hluti sem er ekki flautað á í hina áttina þannig ég var mjög ósáttur með línuna sem var í þá áttina allavega."


Fannst þér Sölvi og Kári komast með upp með of mikið?

„Þeir eru bara reynsluboltar, þeir kunna þetta og gera þetta vel. Á meðan þeir komast upp með þetta þá halda þeir því áfram og það er bara frábært. Það er ekki að ástæðulausu að þetta eru okkar bestu varnarmenn í gegnum tíðina. Þeir eru bara klókir og klárir en við þurfum að dæma eins á alla, hvort sem þú heitir Jón eða séra Jón."

„Það er oft auðvelt að lyfta upp spjaldi fyrir tvítugan strák sem er óþekktur og kemur ekki að skamma dómarann frekar en það væri eldri leikmaður sem hefur smá bein í nefinu. Leikurinn og úrslitin höfðu ekkert með þetta gera, svona er þetta. Þetta skiptir ekki máli, dómarinn er að reyna sitt besta og stóð sig að öðru leyti bara mjög vel,"
sagði Rúnar.

Það voru einhver köll á milli bekkja, varstu ósáttur með eitthvað á bekknum hjá Víkingum?

„Það var einu sinni í byrjun leiks, þá varð ég eitthvað pirraður en það er bara eins og gerist. Um leið og maður hættir að vera pirraður, hafa áhyggjur og skipta sér af hlutunum þá getur maður hætt þessu. Maður er blóðheitur en það eru allir vinir eftir á, menn takast í hendur og biðjast afsökunar. Það fljúga einhver orð á milli og það er bara eins og það er, svoleiðis á það bara að vera."

Hversu ljúft var að sjá Kristján Flóka jafna leikinn?

„Það var mjög notalegt. Ég hafði fulla trú á að við myndum jafna þennan leik og sú von fór aldrei. Markið var frábært og gaman að Flóki skorar, hann á það inni að setja inn mörk og hann klárar þetta mjög vel," sagði Rúnar.

Hljóðgæðin eru alls ekki upp á það besta, því miður en viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner