Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 21. júní 2021 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Erfitt verk að stöðva Glódísi og hennar stöllur
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård hafa farið frábærlega af stað í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Rosengård fékk Vittsjö í heimsókn í kvöld og þar byrjaði toppliðið ansi vel. Olivia Schough skoraði tvö mörk snemma leiks og var staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Vittsjö minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en Rosengård svaraði því nokkuð vel og vann að lokum 3-1. Sanne Troelsgaard gerði þriðja mark Rosengård þegar stundarfjórðungur var eftir.

Glódís spilaði að venju allan leikinn fyrir Rosengård en hún hefur átt stórkostlegt tímabil.

Rosengård er á toppnum með fimm stiga forystu á Häcken sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner