Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júní 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Til alls líklegar ef þær ná úrslitum í kvöld
Selfoss er á toppnum í Pepsi Max.
Selfoss er á toppnum í Pepsi Max.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður gaman að sjá hvernig toppslagurinn í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld spilast.

Íslandsmeistarar Breiðablik taka á móti Selfossi, sem er á toppi deildarinnar.

Fyrir leikinn er Selfoss með jafnmörg stig og Valur en með betri markatölu. Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Selfoss.

„Þær eru búnar að fá á sig sex mörk og þrjú þeirra koma í einum leik. Það segir mér að Alfreð Elías hafi horft í þetta: 'Hver er besta leiðin til að vinna leiki?' Það er að fá á sig sem fæst mörk og hann er búinn að múra fyrir, án þess að meina það á leiðinlegan hátt," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Heimavellinum.

„Þær eru kannski bara pressulausar eftir síðasta sumar. Þær ætla sér alltaf að vinna, en það er öðruvísi stemning í kringum þetta. Þegar við vorum að spá þeim neðar fyrir mót þá var Hólmfríður Magnúsdóttir ekki inn í myndinni og hún er gríðarlegur X-faktor. Þetta kemur manni ekki á óvart með hana innanborðs," sagði Aníta Lísa Svansdóttir.

„Þær eiga eftir að spila við Blika og Val. Það gæti haft einhver áhrif, en þær hafa klárað sína leiki," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Selfoss hefur tapað einum leik, gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

„Það sem er að skilja að núna líka fyrir þær er að þær eru með frábæran framherja, Brenna Lovera. Þær eru með hana og Fríðu, sem taka mikið til sín. Þetta er skemmtileg blanda," sagði Aníta og bætti við:

„Það verður fróðlegt að sjá þær spila núna við Breiðablik og Val, og sjá hvernig þær koma úr þeim verkefnum."

„Verðum við ekki að segja, að ef þær ná úrslitum þar, að þá eru þær til alls líklegar?" spurði Mist. „Það er 100 prósent," sagði Aníta en allan þáttinn má hlusta á hér að neðan.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 og er auðvitað í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Útvarpsþátturinn - Pálmi Rafn, Stefán Pálsson og EM
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner