Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 21. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Pogba sá launahæsti?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Manchester United er víst tilbúið að gera miðjumanninn Paul Pogba að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar.

Það er enska götublaðið The Sun sem segir frá þessum tíðindum í dag.

Pogba verður samningslaus næsta sumar og framtíð hans er í óvissu. Mino Raiola, umboðsmaður hans, hefur talað um að ferill hans hjá Man Utd sé búinn.

Pogba, sem er 28 ára, hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus en United vill halda honum. The Sun segir að félagið sé tilbúið að bjóða honum 400 þúsund pund í vikulaun sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni Englands. Hann er sagður fá 290 þúsund pund í vikulaun núna.

Talið er að Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, sé launahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 385 þúsund pund á viku. David de Gea, markvörður Man Utd, kemur svo næstur með 375 þúsund pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner