Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   fös 21. júní 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mátti gera sér tap á heimavelli að góðu fyrr í kvöld er liðið fékk Tindastól í heimsókn á HS Orkuvöllinn í Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Tindastól og það var svekktur þjálfari Keflavíkur Jonthan Glenn sem mætti í viðtal til Fótbolta.net að leik loknum. Hvað fannst Glenn um frammistöðu liðsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Þegar þú horfir á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með þá leikmenn sem eru frá þá fannst mér við gera nóg til þess að fá meira út úr þessum leik en við svo gerðum, Í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur á vellinum og í síðari hálfleik settum við allt okkar í þetta og sköpuðum færi. En þegar þú lítur á þetta þá erum við í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki og það er bara sá raunveruleiki sem við búum. við. “

Fjölmarga leikmenn vantar í lið Keflavíkur um þessar mundir og liðið veikst talsvert frá því sem var fyrir aðeins örfáum vikum síðan. Um þær sem meiddar eru sagði Glenn.

„Ef við tökum sem dæmi Caroline sem glímir við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir í bikarleiknum gegn Breiðablik. Marín sömu leiðis sem varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í bikarnum sömuleiðis. Þær gætu verið frá í einhverjar vikur. Elianna er svo einnig frá meidd og Alma er meidd. VIð vitum ekki stöðuna og hvernig hún verður en nú er að ungra eða mjög ungra leikmanna að fá tækifæri. Og okkar að ná að hvíla leikmenn okkar, halda þeim ferskum og klárum í slaginn.“

Ein af þeim sem Glenn telur upp er Alma Rós Magnúsdóttir sem var í stóru hlutverki hjá Keflavík framan af móti en hefur ekki leikið með liðinu undanfarnar vikur. Fréttaritari hefur heyrt úr fjölmörgum áttum í aðdraganda leiksins í dag að Glenn og Keflavík hafi neitað Ölmu sem fædd er árið 2008 um leyfi til þess að fara með u-16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi fyrstu vikuna í júlí. Glenn var stuttorður þegar hann var spurður hvort þær sögur væru sannar og ef svo hver ástæðan væri.

„Það var aldrei staðan. Ég held að þar hafi misskilningur verið að verki.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner