Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   fös 21. júní 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mátti gera sér tap á heimavelli að góðu fyrr í kvöld er liðið fékk Tindastól í heimsókn á HS Orkuvöllinn í Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Tindastól og það var svekktur þjálfari Keflavíkur Jonthan Glenn sem mætti í viðtal til Fótbolta.net að leik loknum. Hvað fannst Glenn um frammistöðu liðsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Þegar þú horfir á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með þá leikmenn sem eru frá þá fannst mér við gera nóg til þess að fá meira út úr þessum leik en við svo gerðum, Í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur á vellinum og í síðari hálfleik settum við allt okkar í þetta og sköpuðum færi. En þegar þú lítur á þetta þá erum við í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki og það er bara sá raunveruleiki sem við búum. við. “

Fjölmarga leikmenn vantar í lið Keflavíkur um þessar mundir og liðið veikst talsvert frá því sem var fyrir aðeins örfáum vikum síðan. Um þær sem meiddar eru sagði Glenn.

„Ef við tökum sem dæmi Caroline sem glímir við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir í bikarleiknum gegn Breiðablik. Marín sömu leiðis sem varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í bikarnum sömuleiðis. Þær gætu verið frá í einhverjar vikur. Elianna er svo einnig frá meidd og Alma er meidd. VIð vitum ekki stöðuna og hvernig hún verður en nú er að ungra eða mjög ungra leikmanna að fá tækifæri. Og okkar að ná að hvíla leikmenn okkar, halda þeim ferskum og klárum í slaginn.“

Ein af þeim sem Glenn telur upp er Alma Rós Magnúsdóttir sem var í stóru hlutverki hjá Keflavík framan af móti en hefur ekki leikið með liðinu undanfarnar vikur. Fréttaritari hefur heyrt úr fjölmörgum áttum í aðdraganda leiksins í dag að Glenn og Keflavík hafi neitað Ölmu sem fædd er árið 2008 um leyfi til þess að fara með u-16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi fyrstu vikuna í júlí. Glenn var stuttorður þegar hann var spurður hvort þær sögur væru sannar og ef svo hver ástæðan væri.

„Það var aldrei staðan. Ég held að þar hafi misskilningur verið að verki.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner