Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 21. júní 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mátti gera sér tap á heimavelli að góðu fyrr í kvöld er liðið fékk Tindastól í heimsókn á HS Orkuvöllinn í Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Tindastól og það var svekktur þjálfari Keflavíkur Jonthan Glenn sem mætti í viðtal til Fótbolta.net að leik loknum. Hvað fannst Glenn um frammistöðu liðsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Þegar þú horfir á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með þá leikmenn sem eru frá þá fannst mér við gera nóg til þess að fá meira út úr þessum leik en við svo gerðum, Í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur á vellinum og í síðari hálfleik settum við allt okkar í þetta og sköpuðum færi. En þegar þú lítur á þetta þá erum við í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki og það er bara sá raunveruleiki sem við búum. við. “

Fjölmarga leikmenn vantar í lið Keflavíkur um þessar mundir og liðið veikst talsvert frá því sem var fyrir aðeins örfáum vikum síðan. Um þær sem meiddar eru sagði Glenn.

„Ef við tökum sem dæmi Caroline sem glímir við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir í bikarleiknum gegn Breiðablik. Marín sömu leiðis sem varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í bikarnum sömuleiðis. Þær gætu verið frá í einhverjar vikur. Elianna er svo einnig frá meidd og Alma er meidd. VIð vitum ekki stöðuna og hvernig hún verður en nú er að ungra eða mjög ungra leikmanna að fá tækifæri. Og okkar að ná að hvíla leikmenn okkar, halda þeim ferskum og klárum í slaginn.“

Ein af þeim sem Glenn telur upp er Alma Rós Magnúsdóttir sem var í stóru hlutverki hjá Keflavík framan af móti en hefur ekki leikið með liðinu undanfarnar vikur. Fréttaritari hefur heyrt úr fjölmörgum áttum í aðdraganda leiksins í dag að Glenn og Keflavík hafi neitað Ölmu sem fædd er árið 2008 um leyfi til þess að fara með u-16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi fyrstu vikuna í júlí. Glenn var stuttorður þegar hann var spurður hvort þær sögur væru sannar og ef svo hver ástæðan væri.

„Það var aldrei staðan. Ég held að þar hafi misskilningur verið að verki.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner