Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 21. júní 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stefano Pioli líklegur til að taka við af Marcelo Gallardo
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Marcelo Gallardo verður ekki áfram aðalþjálfari hjá sádi-arabíska félaginu Al-Ittihad eftir mikið vonbrigðatímabil.

Al-Ittihad vann deildina í fyrra en endaði svo í fimmta sæti á nýliðinni leiktíð og missti af sæti í Meistaradeild Asíu, þrátt fyrir að vera með stjörnum prýtt lið sem inniheldur leikmenn á borð við Karim Benzema, N'Golo Kanté, Fabinho og Jota.

Romano segir að þrír þjálfarar komi til greina í starfið hjá Al-Ittihad og er Stefano Pioli, sem vann ítölsku deildina með AC Milan fyrir tveimur árum, einn þeirra.

Óljóst er hverjir hinir tveir eru sem koma til greina, en einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Massimiliano Allegri, sem var rekinn frá Juventus í vor, komi sterklega til greina.

   11.06.2024 15:30
Verður moldríkur eftir brottreksturinn

Athugasemdir
banner
banner