Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   lau 21. júní 2025 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Kvenaboltinn
John er á sínu sjötta tímabil með Víking.
John er á sínu sjötta tímabil með Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heyrst af áhuga erlendis frá á Lindu Líf.
Heyrst af áhuga erlendis frá á Lindu Líf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur stigum frá öruggu sæti.
Þremur stigum frá öruggu sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðið reyndi sitt besta, gaf allt sem það átti í leikinn. Við viljum þakka félaginu fyrir að fljúga okkur norður. Óheppni, nokkur mistök, nokkur atvik sem erfitt er að kyngja. Stóran hluta leiksins fannst mér við frábærar," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir tap gegn Þór/KA í 10. umferð Bestu deildarinnar.

„Þú gætir talað um einstaklingsmistök, en við lifum og deyjum sem lið, ef einhver gerir mistök þá geri ég það líka, gerum þetta sem lið."

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  1 Víkingur R.

„Við spilum eftir ákveðnum reglum en fylgdum þeim ekki í 2-1 markinu. Þær vinna seinni bolta eftir að boltinn fer í slána, erfitt að tala um að eitthvað hafi farið úrskeiðis, viljinn til að skora mark varð ofan á."

John var heilt yfir ánægður með leik liðsins en það vantaði upp á færanýtinguna að hans mati í leiknum.

Víkingur er í næstneðsta sæti með sjö sitg eftir tíu umferðir, þremur stigum frá Tindastóli í sætinu fyrir ofan.

„Við höldum áfram að vinna í okkar hlutum. Það er engin neikvæðni hjá okkur, við erum vonsvikin að tapa á Akureyri, þangað erum við komin sem lið. Fyrir nokkrum árum hefðum við bara tekið því, núna finnst okkur við vera á pari við þessi lið og tilfinningin er ekki góð. Við þurfum að breyta 1-2 hlutum, kannski fá inn 1-2 leikmenn og þá gætu úrslitin breyst."

Hefur John áhyggjur af sínu starfi?

„Nei, nei alls ekki. Ég hef aldrei áhyggjur af neinu, þetta er fótbolti og við gerum okkar besta. Það er ekki mitt að ákveða með mitt starf, en ég elska það sem ég geri, elska þá sem ég vinn með. En ég hef ekki áhyggjur."

Hann var spurður út í muninn á liðinu núna í ár og því liði sem náði 3. sæti á síðasta tímabili. Svarið má sjá í spilaranum efst. Hann var líka spurður út í næstu vikur og komandi glugga. Hann vill að leikmenn hvílist vel, markmiðið er að snúa gengingu við eftir EM hlé.

„Það væri barnalegt að hugsa að við þyrftum ekki liðsstyrk, við höfum misst mikið úr hópnum og ég held við þurfum 1-2 leikmenn inn. Við misstum Selmu og BIrtu, það er ekki hægt að fylla í þeirra skörð með krökkum. Ungir leikmenn munu fá tækifæri, en við þurfum gæði til að hjálpa þeim sem fyrir eru að ná þessu yfir línuna."

Viðtalið var orðið það langt að minniskortið var orðið fullt þegar kom að lokaspurningunni en þar var John spurður út í áhuga erlendis frá á Lindu Líf Boama en fréttamaður fékk ábendingu um fyrirspurn erlendis frá fyrr í dag. John sagðist ekki hafa heyrt af því. Linda lagði upp mark Víkings í leiknum.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir
banner