Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   lau 21. júní 2025 16:41
Kári Snorrason
Berglind Björg ekki í landsliðshópnum: „Hafði ekkert heyrt frá Steina eða KSÍ“
Kvenaboltinn
Berglind sá landsliðshópinn fyrst í fjölmiðlum
Berglind sá landsliðshópinn fyrst í fjölmiðlum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sterkan 3-0 sigur á Stjörnunni fyrr í dag. Var þetta síðasti leikur fyrir landsleikjahlé sem varir í rúman mánuð. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðabliks var ekki valin í EM hópinn, að hennar sögn kemur það þó ekki á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Breiðablik

„Ég er mjög sátt með sigurinn og að við skulum hafa náð markmiðinu okkar, sem var að vinna síðustu fjóra leikina fyrir frí."

„Mér fannst liðsheildin skapa þennan sigur, við mættum vel stefndar í leikinn. Svo skorum við þrjú góð mörk og héldum hreinu."


Berglind segir það ekki hafa komið á óvart að vera ekki í landsliðshópnum sem fer á EM í Sviss.

„Það kom mér lítið á óvart, maður heldur alltaf í vonina en maður er ekki í hópnum að þessu sinni. Þannig ég fer í kærkomið sumarfrí."

„Ég hafði ekkert heyrt frá Steina eða KSÍ þannig ég var ekki að búast við því að vera í hópnum,"
segir Berglind og bætir við að hún hafi séð landsliðshópinn fyrst í fjölmiðlum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner