Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 21. júlí 2014 21:40
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Dómarinn skoraði ekki þessi fjögur mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði. Mér fannst þetta vera frábær leikur tveggja frábærra liða og synd að við skyldum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að drengirnir hans í Breiðabliki lutu í gras 4-2 gegn FH.

„Þeir eru topplið og hefur verið eitt besta lið landsins í mörg ár og þeir gerðu þetta listilega vel. Við vorum ekki sérlega skynsamir í síðari hálfleik þar sem við klöppuðum boltanum alltof mikið í stað þess að fara á þá eða lyfta honum inn í boxið. Það er oft ágætt þegar þarf að troða inn marki.“

„Auðvitað hefði verið best að jafna fyrir hálfleik en við höfðum rúman hálfleik til að skora og við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Við skoruðum reyndar eitt mark sem ég gat ekki séð mikið að og fannst við eiga að fá víti líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru.“


Frammistaða Þorvalds Árnasonar er töluvert milli tannana á fólki eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik fyrir utan þessi þrjú mörk. Þau voru barnaleg. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki sjá svona.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner