Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 21. júlí 2014 21:40
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Dómarinn skoraði ekki þessi fjögur mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði. Mér fannst þetta vera frábær leikur tveggja frábærra liða og synd að við skyldum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að drengirnir hans í Breiðabliki lutu í gras 4-2 gegn FH.

„Þeir eru topplið og hefur verið eitt besta lið landsins í mörg ár og þeir gerðu þetta listilega vel. Við vorum ekki sérlega skynsamir í síðari hálfleik þar sem við klöppuðum boltanum alltof mikið í stað þess að fara á þá eða lyfta honum inn í boxið. Það er oft ágætt þegar þarf að troða inn marki.“

„Auðvitað hefði verið best að jafna fyrir hálfleik en við höfðum rúman hálfleik til að skora og við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Við skoruðum reyndar eitt mark sem ég gat ekki séð mikið að og fannst við eiga að fá víti líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru.“


Frammistaða Þorvalds Árnasonar er töluvert milli tannana á fólki eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik fyrir utan þessi þrjú mörk. Þau voru barnaleg. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki sjá svona.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner