Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júlí 2019 18:15
Arnar Helgi Magnússon
2. deild kvenna: Sindri færist nær toppliðunum
Guðrún Ása gerði sigurmark Sindra.
Guðrún Ása gerði sigurmark Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 2 - 1 Grótta
1-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('54)
1-1 Taciana Da Silva Souza ('60)
2-1 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('67)

Sindri vann góðan sigur á Gróttu þegar liðin mættust í 2. deild kvenna í dag á Höfn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Sindra en öll mörk leiksins komu á rúmlega tíu mínútna kafla.

Arna Ósk Arnarsdóttir kom Sindra yfir þegar síðari hálfleikur var ungur. Taciana Da Silva jafnaði fyrir Gróttu einungis sex mínútum síðar.

Það var síðan hin unga Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir sem að skoraði sigurmark Sindra á 67. mínútu leiksins. Lokatölur 2-1.

Grótta situr í þriðja sæti með fjórtán stig en Sindri í því fjórða með tólf stig.
Athugasemdir
banner
banner