Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júlí 2019 19:26
Arnar Helgi Magnússon
Noregur: Davíð allt í öllu hjá Álasund - Mark og stoðsending
Mynd: Álasund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson átti stórleik þegar lið hans, Álasund, sigraði KFUM í ótrúlegum leik í norsku 1. deildinni í dag.

KFUM komst yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður en það var eina markið sem að leit dagsins ljós í fyrri hálfleik.

Davíð Kristján Ólafsson jafnaði í upphafi síðari hálfleik þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu. Algjörlega geggjað mark og markvörður KFUM kom engum vörnum við.

Rúmlega stundarfjórðungi síðar komst KFUM aftur yfir og það leit allt út fyrir það að Íslendingarnir í Álasund væru að fara að tapa.

Það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem að Álasund jafnaði og tvö mörk fylgdu í kjölfarið í uppbótartíma og átti Davíð stoðsendingu í markinu sem að kom Álasund yfir. Lokatölur í frábærum knattspyrnu leik 2-4.

Davíð Kristján lék allar mínúturnar ásamt þeim Daníel Leó Grétarssyni og Aroni Elís Þrándarsyni. Hólbert Aron var í byrjunarliðinu en var tekinn útaf á 68. mínútu.

Kristján Flóki á skotskónum
Kristján Flóki gerði fjórða mark Start í 4-1 sigri liðsins á HamKam. Kristján Flóki nær einungis einum leik í viðbót áður en að hann gengur í raðir KR. Aron Sigurðarson var einnig í byrjunarliði Start.

Viðar Ari Jónsson er á varamannabekk Sandefjord sem að leikur nú við Kongsvinger.
Athugasemdir
banner
banner