
Dalvík/Reynir 2 - 1 Vestri
0-1 Mimi Eiden ('53 )
1-1 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('58 )
2-1 Katrín Bára Albertsdóttir ('87 , Sjálfsmark)
0-1 Mimi Eiden ('53 )
1-1 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('58 )
2-1 Katrín Bára Albertsdóttir ('87 , Sjálfsmark)
Dalvík/Reynir vann sinn fyrsta leik í 2. deild kvenna í ár er liðið lagði Vestra að velli, 2-1, á Dalvík í dag.
Þetta er fyrsta tímabil Dalvíkur/Reynis í deildarkeppninni í áraraðir, en það hefur verið heldur strembið til þessa.
Liðið hafði tapað sjö leikjum og gert tvö jafntefli áður en það fagnaði fyrsta sigri sínum í dag. Þær hafa verið nálægt því að landa þremur stigum í nokkur skipti í sumar en ekki alveg fallið með þeim eða þangað til það mætti Vestra í dag.
Mimi Eiden kom Vestra í 1-0 á 53. mínútu en Hafrún Mist Guðmundsdóttir jafnaði fimm mínútum síðar.
Þremur mínútum fyrir leikslok kom Katrín Bára Albertsdóttir boltanum í eigið net og réði það mark úrslitum. Gleðin var mikil í leikslok enda biðin verið löng eftir fyrsta sigri sumarsins.
Dalvík/Reynir er nú með 5 stig í næst neðsta sæti, jafnmörg og Vestri sem er í sætinu fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir