Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   sun 21. júlí 2024 19:39
Halldór Gauti Tryggvason
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Varnarleikurinn í seinni hálfleik klikkaði, það er ekkert flóknara en það. Vorum barar lélegar varnarlega í seinni hálfleik sérstaklega. Fyrri hálfleikurinn var góður var mjög ánægður með heildarframmistöðu liðsins í fyrri hálfleik.“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls aðspurður um hvað hefði klikkað gegn Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikurinn var bara dapur að okkar hálfu og voru Fylkir bara að sama skapi góðar, örugglega þeirra besti hálfleikur bara í sumar og að sama skapi okkar sá lélegasti í sumar.“

„Örugglega þeirra langbesti seinni hálfleikur og að sama skapi okkar daprasti, stundum er þetta bara svona og datt svona skemmtilega illa fyrir okkur að þetta skyldi lenda svona illa í dag að því að þetta var leikur sem við ætluðum alls ekki að tapa.“

Nú er félagaskiptaglugginn opinn, má búast við fleiri nýjum andlitum hjá Stólunum?„Já erum búin að fá annan leikmann líka sem heitir Elise og erum bara að bíða eftir leikheimild fyrir hana vonandi gengur það eftir fyrir næsta leik sem er nú stutt í og ég bara vona að við getum bætt við kannski einum leikmanni í viðbót.”

Hvernig leggst restin af sumrinu í Tindastól? „Bara gríðarlega vel. Við gerðum þetta í fyrra líka og gerðum það vel, gerðum það með stæl. Við höfum ekki verið í botnsætinu hingað til á þessu tímabili sama skapi ekki í fyrra. Við erum bara brött og ánægð með það sem við höfum gert hingað til.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner