Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 21. júlí 2024 19:39
Halldór Gauti Tryggvason
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Varnarleikurinn í seinni hálfleik klikkaði, það er ekkert flóknara en það. Vorum barar lélegar varnarlega í seinni hálfleik sérstaklega. Fyrri hálfleikurinn var góður var mjög ánægður með heildarframmistöðu liðsins í fyrri hálfleik.“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls aðspurður um hvað hefði klikkað gegn Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikurinn var bara dapur að okkar hálfu og voru Fylkir bara að sama skapi góðar, örugglega þeirra besti hálfleikur bara í sumar og að sama skapi okkar sá lélegasti í sumar.“

„Örugglega þeirra langbesti seinni hálfleikur og að sama skapi okkar daprasti, stundum er þetta bara svona og datt svona skemmtilega illa fyrir okkur að þetta skyldi lenda svona illa í dag að því að þetta var leikur sem við ætluðum alls ekki að tapa.“

Nú er félagaskiptaglugginn opinn, má búast við fleiri nýjum andlitum hjá Stólunum?„Já erum búin að fá annan leikmann líka sem heitir Elise og erum bara að bíða eftir leikheimild fyrir hana vonandi gengur það eftir fyrir næsta leik sem er nú stutt í og ég bara vona að við getum bætt við kannski einum leikmanni í viðbót.”

Hvernig leggst restin af sumrinu í Tindastól? „Bara gríðarlega vel. Við gerðum þetta í fyrra líka og gerðum það vel, gerðum það með stæl. Við höfum ekki verið í botnsætinu hingað til á þessu tímabili sama skapi ekki í fyrra. Við erum bara brött og ánægð með það sem við höfum gert hingað til.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner