Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 21. september 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellerin og Tierney spiluðu fyrir varaliðið
Bakverðirnir Hector Bellerin og Kieran Tierney léku fyrstu 63 mínúturnar er U23 lið Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Wolves í ensku varaliðadeildinni í gærkvöldi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Arsenal sem hefur saknað Bellerin síðan í janúar. Tierney var keyptur frá Celtic í sumar og kom meiddur til félagsins.

Þetta þýðir að Ainsley Maitland-Niles missir líklega sæti sitt í byrjunarliðinu og þá mun spiltími Sead Kolasinac eflaust minnka við komu Tierney.

Arsenal hefur ekki farið sérstaklega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með átta stig eftir fimm umferðir. Þeir rauðklæddu byrjuðu þó afar vel í Evrópudeildinni þar sem þeir höfðu betur gegn sterku liði Eintracht Frankfurt 0-3. Unai Emery tefldi þar fram hálfgerðu varaliði.

Það var í annað sinn sem Arsenal heldur hreinu síðan í apríl.


Athugasemdir
banner