Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 13:39
Ármann Örn Guðbjörnsson
Emmanuel Eli Keke með slitið krossband
Emmanuel í leik með Víking í sumar
Emmanuel í leik með Víking í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gana-maðurinn Emmanuel Eli Keke er með slitið krossband eftir að hafa meiðst í leik með Víking Ólafsvík gegn Fram í 19 umferð Inkasso deildarinnar. Leikurinn endaði markalaus en Eli Keke þurfti að yfirgefa völlinn á 56. mínútu leiksins.

Nokkuð ljóst að þetta sé verulegur missir fyrir Ólafsvíkurliðið þar sem Emmanuel hefur verið einn af þeirra bestu leikmönnum síðan hann kom til liðsins fyrir sumarið 2018.

Emmanuel var til að mynda valinn besti leikmaður umferða 1-11 af okkur hér á fótbolta.net en hann fékk einnig viðurkenningu fyrir leikmann ársins á lokahófi Víkinga árið 2018.

Eli Keke á eitt ár eftir af samningi sínum í Ólafsvík og mun hann fara í aðgerð hér á landi áður en hann heldur í frí til heimalandsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner