Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 21. september 2020 23:04
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Stig er stig
Arnar vildi meira úr leiknum.
Arnar vildi meira úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Stig er stig. Þetta var action leikur og HK voru virkilega flottir í kvöld. Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleik en mér fannst við sterkari í þeim seinni. Þeir höfðu ekki alveg úthald í að halda tempói í 90 mínútur en við höfðum það og hefðum átt að klára þennan leik."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Þegar að flautað var til hálfleiks var staðan markalaus, en bæði lið höfðu þá fengið nokkur færi til að skora. Víkingar voru svo hættulegri aðilinn í seinni hálfleik en lentu þó undir.

„Eins og ég segi þá voru HK flottir og gáfu okkur góðan leik. En auðvitað er ég mjög svekktur að taka ekki fleiri stig, sérstaklega því við vorum einum fleiri í korter. En inn vildi boltinn ekki."

Fyrir leik var tilkynnt að þetta yrði síðasti leikurinn hans Óttars Magnúsar Karlssonar, markahæsta leikmanns Víkings, en hann er á leið til Venezia á Ítalíu.

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Í fyrsta lagi er ég ánægður fyrir hans hönd þar sem að hann á þetta svo sannarlega skilið. Svo er þetta gott fyrir mig sem þjálfara að fá að taka þátt í að koma ferlinum hans aftur í gang. En auðvitað segir það sig sjálft að það er ekki gott að missa aðalmarkaskorarann okkar en þá verða hinir leikmennirnir bara að stíga upp." sagði Arnar um Óttar Magnús.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner