Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. september 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso hættur að 'taka hné'
Mynd: EPA
Marcos Alonso leikmaður Chelsea segist vera hættur að 'taka hné' fyrir leiki eins og leikmenn hafa gert til að mótmæla kynþáttafordómum.

Hann segir að þetta sé búið að missa marks og hann muni bara héðan í frá benda á 'No room for racism' eða 'ekkert pláss fyrir fordóma' merki sem er á ermum á treyjum leikmanna.

„Ég kýs að gera þetta svona frekar, svo það sé alveg á hreinu þá er ég á móti fordómum og ber virðingu fyrir öllum. Ég kýs að benda á merkið sem segir there is no room for racism eins og er gert í öðrum íþróttum og fótbolta í öðrum löndum."

Alonso hefur verið fastamaður í liði Chelsea á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner