mið 21. september 2022 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong var löngu búinn að ákveða sig
Mynd: Getty Images

Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona var mikið orðaður við Manchester United í sumar en The Athletic greindi frá því að spænska félagið hafi samþykkt tilboð frá því enska í leikmanninn.

De Jong haf hins vegar neitað United til að vera áfram hjá Barcelona.


Chelsea var einnig talið hafa haft áhuga en hafði ekki gert tilboð í leikmanninn.

„Ég var búinn að ákveða mig í maí að ég ætlaði að vera áfram hjá Barcelona. Sú ákvörðun breyttist aldrei yfir sumarið," sagði De Jong í samtali við hollensku sjónvarpsstöðina NOS.

De Jong er á samning hjá Barcelona til ársins 2026 en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu undir stjórn Xavi. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í langan tíma tvo leiki í röð í upphafi þessa mánaðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner