Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. september 2022 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: McGinn á skotskónum í sigri Skota
John McGinn í leiknum í kvöld
John McGinn í leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Scotland 3 - 0 Ukraine
1-0 John McGinn ('70 )
2-0 Lyndon Dykes ('80 )
3-0 Lyndon Dykes ('87 )


Skotland er komið á toppinn í riðli 1 í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Úkraínu í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en það var John McGinn, leikmaður Aston Villa sem kom Skotum á bragðið 70 mínútna leik. Lyndon Dykes og Ryan Fraser komu inná sem varamenn fimm mínútum síðar og áttu eftir að láta til sín taka.

Á 80. mínútu fékk Skotland hornspyrnu, Fraser tók hana og smellti boltanum beint á kollinn á Dykes sem tvöfaldaði forystu Skota.

Fyrir leikslok bættu Skotar við þriðja markinu en það var nánast endursýning af marki númer tvö. Með sigrinum er Skotland með 9 stig eftir fjórar umferðir en liðið fór uppfyrir Úkraínu með þessum sigri en Úkraína er með 7 stig í 2. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner