Harry Kane, framherji Bayern München, skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir félagið í 4-3 sigrinum á Manchester United í gærkvöldi.
Kane skoraði mark sitt úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleiknum en var síðan skipt af velli undir lok leiks fyrir Thomas Müller.
Englendingurinn hefur skorað fimm mörk fyrir Bayern á tímabilinu og virðist ekki hafa tekið sér langan tíma að finna sig í rauðu og hvítu treyjunni.
„Sem framherji veit ég að færin munu koma. Ég er spenntur að spila með þeim og við erum enn að kynnast. Ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kane eftir leikinn.
„Þegar verðmiðinn er hár þá eru miklar væntingar sem fylgja því og maður vill auðvitað endurgjalda félaginu, sem gaf manni þetta traust."
Kane talaði aðeins um United, en hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af liðinu.
„Þeir eru að ganga í gegnum erfiðan kafla, með öll þessi meiðsli. Þeir eru með hæfileikaríka stráka, það sást á síðustu fimm mínútunum. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim og einbeiti mér bara að því sem ég er að gera,“ sagði Kane.
Athugasemdir