Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 21. september 2024 23:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Fagnað af innlifun í leikslok.
Fagnað af innlifun í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ásgeir tók við bikarnum uppi í stúku.
Ásgeir tók við bikarnum uppi í stúku.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Stoltur, við erum búin að bíða mjög lengi eftir að fá alvöru titil upp á Brekku, bið síðan '89. Þetta fólk ekkert minna skilið," sagði brosandi Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, og benti á stuðningsmenn liðsins þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir að hafa orðið bikarmeistari í kvöld.

KA varð í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistari í kvöld, en eins og Ásgeir minntist á, kom síðasti titill í hús árið 1989 þegar KA varð Íslandsmeistari.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Við vorum reynslunni ríkari (frá því í fyrra). Ég held að við höfum lært svolítið mikið af undirbúningum okkar í fyrra, hvernig á að tækla síðustu daga fyrir leik. Svo bara nýttum við veikleika þeirra mjög vel og spiluðum mjög góðan leik."

„Það var geðveikt að taka við bikarnum, búinn að vera draumur mjög lengi að koma með eitthvað svona fyrir klúbb eins og KA sem maður er búinn að vera lengi hjá og búinn að stefna að þessu lengi, Þetta er heiður."


Ásgeir byrjaði á bekknum í dag og kom inn á undir lokin.

„Ég var stressaður og langaði að koma inn á sem fyrst bæði til þess að róa mig og geta haft áhrif. Mér finnst ég nýta mér tækifærið þegar ég fæ sénsinn, eins og í allt sumar. Mér finnst ég búinn að nýta tækifærin mjög vel."

Fyrirliðinn var spurður hvort að tímabilið hjá KA hafi verið undir í dag.

„Já, pottþétt. Hefðum við tapað í dag þá hefðu það verið mjög mikil vonbrigði. Úr því að við erum í neðri hlutanum og þetta var eina leiðin inn í Evrópu, þá er hægt að segja að þetta hafi bjargað tímabilinu."

Hann var spurður út í stuðninginn úr stúkunni. „Þetta var eina sem maður heyrði (stuðningur KA manna), allan tímann. Þau voru tólfti maðurinn í dag."
Athugasemdir
banner