Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 21. september 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvöllur
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ótrúlega vel, maður er hálf meyr eitthvað, orðlaus... allt fólkið sem kom hingað og það sem við lögðum í þennan leik. Mér fannst við vinna sanngjarnt besta lið Íslands. Þeir eru frábært lið og ég ber þvílíka virðingu fyrir hvað þeir hafa gert," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að hann stýrði liði sínu til bikarmeistaratitils.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ótrúlega stoltur, stoltur að sjá fólkið, stoltur að geta við höfum geta tekið bikarinn norður."

„Mér finnst þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við vel undirbúnir og með meiri þrá en þeir; þeir eru í fleiri keppnum. Ég sá það á mínu liði í dag að við ættum góða möguleika."

„Þvílíkt kredit á strákana, sjáðu bara stúkuna og stjórnina sem hefur staðið á bakvið okkur."

„Þetta er æðisleg tilfinning, gjörsamlega æðisleg tilfinning. Fólkið sem er á bakvið KA, sjálfboðaliðar, allt fólkið af norðan. Þetta er yndisleg tilfinning, eitthvað sem mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár."

„Ég er sammála því að þetta lið var andlega tilbúnara (en liðið í fyrra). Það er það sem sker úr á stórum mómentum."

„Frábær, æðislegur karakter, stóð upp á stórum mómentum og á stóran þátt í að við unnum þennan leik,"
sagði Hallgrímur um markvörðinn sinn Steinþór Má Auðunsson - Stubb.

Hans Viktor Guðmundsson var maður leiksins í dag. „Hann var gjörsamlega frábær, hann er búinn að standa sig svo vel, bæði þegar það gekk illa og vel hjá okkur. Hann er búinn að vera frábær í sumar. Ég var smá efins, þetta var hans stærsti leikur á ævinni, en hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér, frábær í dag."

„Tímabilið var ekki undir en það er risamunur á því að vinna bikarinn eða komast bara í úrslita leik,"
sagði þjálfarinn eftir leik. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner