Phil Jones og Sergio Romero eru ekki inn í myndinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.
Jones og Romero eru ekki valdir í 25 manna úrvalsdeildarhóp United fyrir tímabilið.
Hvorugur þeirra var í Meistaradeildarhópi liðsins, en Marcos Rojo, sem var ekki í Meistaradeildarhópnum, kemst í úrvalsdeildarhópinn.
Það er ljóst að hvorki Jones né Romero munu spila með United í ensku úrvalsdeildinni fram í janúar að minnsta kosti.
Romero hefur verið varamarkvörður United síðustu ár en hann hefur fallið aftar í goggunarröðina með komu Dean Henderson. Jones hefur verið mjög meiðslahrjáður og þegar hann hefur spilað hefur hann ekki spilað vel. Solskjær virðist hafa misst alla trú á honum.
Romero vildi fara til Everton síðasta gluggadag, en United var ekki tilbúið að lána hann - bara selja hann.
Athugasemdir