Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. október 2021 11:49
Ungstirnin
Dagur Dan hefur rætt við Breiðablik og fleiri félög
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn Dagur Dan Þórhallsson er að skoða sín mál eftir fall Fylkis úr efstu deild.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er talsverður áhugi á Degi sem meðal annars hefur rætt við Breiðablik.

Í íslenska slúðurpakkanum sem kom út í lok síðasta mánaðar var sagt að ÍBV hefði áhuga á Degi.

Dagur er 21 árs og skoraði eitt mark í 20 leikjum fyrir Fylki í sumar en liðið hafnaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Dagur lék áður með Mjöndalen í Noregi og Keflavík.

Einnig er talsverður áhugi á Orra Hrafni Kjartanssyni, leikmanni Fylkis, eins og fjallað var um á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner