Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. október 2021 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Elías Rafn hélt Rauðu stjörnunni í skefjum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Leverkusen
Það var sex leikjum að ljúka í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og varði Elías Rafn Ólafsson mark Midtjylland í jafntefli gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu.

Leikurinn var nokkuð fjörugur þar sem liðin skiptust á að sækja og áttu fimm markskot sem hæfðu rammann hvort.

Lokatölur urðu 1-1 og varði Elías Rafn því fjögur skot í leiknum. Rauða stjarnan er á toppi riðilsins með sjö stig en Midtjylland er aðeins með tvö.

Lazio og Marseille skildu þá jöfn í E-riðli á meðan Real Betis og Bayer Leverkusen gerðu jafntefli í G-riðli.

Enner Valencia gerði þá bæði mörk Fenerbahce í 2-2 jafntefli gegn Antwerp á meðan Rapid frá Vínarborg lagði Dinamo frá Zagreb.

F-riðill:
Ludogorets 0 - 1 Braga
0-1 Ricardo Horta ('7 )

Midtjylland 1 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Mirko Ivanic ('58 )
1-1 Nikolas Dyhr ('78 )

D-riðill:
Fenerbahce 2 - 2 Antwerp
0-1 Mbwana Samatta ('2 )
1-1 Enner Valencia ('21 )
2-1 Enner Valencia ('45 )
2-2 Pieter Gerkens ('62 )

E-riðill:
Lazio 0 - 0 Marseille

G-riðill:
Real Betis 1 - 1 Bayer Leverkusen
1-0 Borja Iglesias ('75 )
1-1 Robert Andrich ('82 )

H-riðill:
Rapid Vín 2 - 1 Dinamo Zagreb
1-0 Marco Grull ('9 )
1-1 Mislav Orsic ('24 )
2-1 Maximilian Hofmann ('34 )
Athugasemdir
banner
banner
banner