Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini: Ekki hægt að segja nákvæmlega hvernig við ætlum að gera þetta
Icelandair
Steini á landsliðsæfingu í vikunni.
Steini á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steini hefur ákveðið að hlusta á fréttaritara þegar kemur að veðrinu. Það getur ekki klikkað.
Steini hefur ákveðið að hlusta á fréttaritara þegar kemur að veðrinu. Það getur ekki klikkað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætir kvennalandsliðið liði Tékklands á Laugardalsvelli. Leikurinn er annar leikur stelpnanna okkar í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er hægt að kaupa miða á Tix.is með því að smella hér.

Hér að neðan má sjá svör Þorsteins við spurningum fjölmiðlamanna á fundi í dag.

Allar klárar í slaginn
Hvernig er staðan á hópnum, eru allar klárar í slaginn?

„Þær eru allar heilar, allar klárar í leikinn á morgun."

Pressa Tékkana í ákveðnum svæðum
Hvernig mun íslenska liðið nálgast leikinn?

„Við þurfum að pressa þær á ákveðnum tímum, á ákveðnum stöðum, þegar við komum þeim inn í ákveðin svæði. Við erum búin að leggja upp hvernig og hvar við ætlum að gera þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að á einhverjum tímapunkti verða Tékkarnir meira með boltann. Við undirbúum okkur undir hörkuleik og í sjálfu sér er ekkert hægt að segja nákvæmlega hvernig við ætlum að gera þetta. Við undirbúum okkur undir erfiðan leik og við þurfum að hafa mikið fyrir því til að ná sigri gegn Tékkum."

Gætu orðið breytingar
Býstu við því að gera margar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Hollandi?

„Já, það getur vel verið. Það kemur í ljós bara, liðið verður hugsanlega eitthvað breytt en gæti svo sem verið það sama."

Skiptir máli að lenda ekki undir í leiknum
Þjálfari tékkneska landsliðsins er Karel Rada en hann er fyrrum tékkneskur landsliðsmaður og hefur þjálfað liðið síðan 2017. Er þetta klókur þjálfari?

„Ég er ekkert búinn að skoða hann. Ég veit að hann er búinn að þjálfa liðið en hef ekkert skoðað hans sögu eða neitt svoleiðis. Hann hefur sýnt eins og gegn Hollandi, að ná jafntefli þar þótt liðið hafi varla farið yfir miðju í seinni hálfleik, þá vörðust þær mjög vel, voru rosalega þéttar og erfitt að brjóta þær á bak aftur. Fyrir okkur skiptir máli að lenda ekki undir því þær eru mjög skipulagðar, með líkamlega sterkt lið, geta spilað mjög þéttan varnarleik og líður alls ekki illa að verjast."

Hlusta bara á þig
Að lokum er það veðrið, spáin var ekkert sérstök. Hvernig líst þér á þetta?

„Spáin er betri heldur en síðast. Það á að verða fínt veður á morgun, 5-7 m/s þannig það verður logn hérna í Laugardal. Við erum búnar að vera heppnar með veður á æfingum. Ég skoðaði spána síðast á mánudaginn, ég er rólegur í þessum efnum og hlusta bara á þig," sagði Steini léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner