fim 21. október 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van de Beek fer í janúar - Ajax ekki haft samband
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek virðist vera á förum frá Manchester United í janúar eftir misheppnaða eins og hálfs árs dvöl hjá félaginu.

Van de Beek gekk í raðir Man Utd fyrir um 40 milljónir punda í ágúst í fyrra en tókst ekki að láta ljós sitt skína í þeim 39 leikjum sem hann spilaði. Það gerir rúmlega eina milljón á leik.

Fabrizio Romano greinir frá því að miklar líkur séu á því að Van de Beek yfirgefi Rauðu djöflana í janúar en segir ekkert til í því að Ajax hafi sett sig í samband við félagið þrátt fyrir orðróma.

Hinn 24 ára gamli Van de Beek er búinn að missa sæti sitt í hollenska landsliðinu og vill halda á önnur mið til að fá meiri spiltíma. Ole Gunnar Solskjær er tilbúinn til að láta miðjumanninn fara þar sem Paul Pogba, Scott McTominay, Fred og Nemanja Matic eru allir ofar í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner