Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. nóvember 2018 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Þróttur 
Páll Olgeir áfram hjá Þrótti R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Olgeir Þorsteinsson er búinn að framlengja samning sinn við Þrótt R. og er nú bundinn félaginu út tímabilið 2020.

Páll Olgeir er fæddur 1995 og reyndist Þrótti afar mikilvægur eftir komu sína til félagsins um mitt sumar.

Páll er uppalinn hjá Breiðablik og á ellefu leiki að baki fyrir félagið í Pepsi-deildinni. Þá hefur hann einnig leikið fyrir Víking R., Keflavík og Augnablik.

Hjá Víkingi lék hann sex leiki í Pepsi-deildinni og fjóra þegar hann var hjá Keflavík. Síðustu tvö ár hefur Páll verið lykilmaður hjá Augnablik í 3. og 4. deild.

„Páll Olgeir kom öflugur inn í lið Þróttar seinni part síðasta tímabils og við erum sannfærð um að framhald verði á í baráttunni sem framundan er," segir á vefsíðu Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner