Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. nóvember 2020 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Það er frábært fólk á Íslandi
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren hætti sem landsliðsþjálfari Íslands eftir 4-0 tap gegn Englandi í Þjóðadeildinni síðasta miðvikudag.

Hann var í rúm tvö ár þjálfari Íslands, en hann ræddi við fotbollskanalen um tíma sinn hérna.

„Það er erfitt að kveðja fólk sem þú kannt vel við og hefur unnið náið með, en svona er lífið," segir hinn 63 ára gamli Hamren í viðtalinu.

„Við náðum ekki markmiði okkar - að komast á EM - og þá færðu oft mikla gagnrýni. En ég hef fengið mikinn stuðning, bæði þegar ég tilkynnti að ég myndi hætta og líka þegar faðir minn lést. Það var spurning hvort við myndum vera með sorgarbönd, fyrir mig var það spurning, en fyrir þá var það augljóst. Það er frábært fólk á öllu Íslandi," segir Hamren.

Faðir Hamren lést sama dag og Ísland tapaði fyrir Danmörku í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið var með sorgarbönd í tapinu gegn Englandi vegna þess.

Hamren segir tapið gegn Ungverjalandi vera með þeim erfiðustu á hans ferli. „Við hefðum komist á EM ef gömlu reglurnar hefðu enn verið í gildi, en núna fórum við í umspil. Við vorum aðeins nokkrum mínútum frá því. Það hafa verið mörg töp, en samt sem áður hafa leikmenn og starfsmenn verið mjög jákvæðir varðandi vinnu mínu og ég tek því sem miklu hóli. Það hafa verið of mörg töp í Þjóðadeildinni."

Hamren segist bera mikla aðdáun fyrir því hvernig Ísland hefur framleitt marga góða íþróttamenn þrátt fyrir að vera svona fámenn þjóð. Hann segir Svía geta lært margt af Íslandi, en Íslandi hafi líka margt að læra; eins og betri þjálfun 15-16 ára fótboltamanna og eldri.

„Ég loka engum dyrum, en það verður að vera eitthvað mjög spennandi. Ég elska enn fótbolta og mér finnst ég vera betri þjálfari en nokkur sinni fyrr þar sem ég hef lært svo mikið af því að prófa mismunandi hluti. Ég þjálfað í 40 ár og þetta þarf að vera spennandi," segir Hamren.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner