banner
   lau 21. nóvember 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep skýtur á Móra vegna ásakana tengdum Sterling: Kannski er hann læknir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur svarað ásökunum Jose Mourinho en Mourinho ýjaði að því að City hefði sett pressu á enska landsliðið að senda Raheem Sterling heim úr landsliðsverkefni.

Sterling yfirgaf herbúðir Englands í byrjun vikunnar og lék ekki með gegn Íslandi. Ástæðan var sögð vera minniháttar meiðsli. Mourinho var á því að Sterling væri ekkert meiddur og sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfara, að nafngreina og gagnrýna stjóra sem settu pressu á landsliðið út af vandamálum, meiðslum í þessu tilviki, sem enginn fótur væri fyrir.

„Auðvitað vissi ég að Sterling myndi spila gegn okkur. Þegar Eric Dier fór úr landsliðshópnum í síðasta mánuði var hann ekki með í næstu tveimur leikjum okkar," sagði Móri á blaðamannafundi. Tottenham tekur á móti City í dag. „En Raheem spilar þennan leik. Mér finnst að Gareth ætti að útskýra stöðuna fyrir öllum."

„Mourinho þarf að ræða við læknana í landsliðinu og læknana hér hjá City," sagði Guardiola. „Nema kannski er Mourinho sjálfur læknir, ég veit það ekki."


Athugasemdir
banner
banner