Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   þri 21. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramsdale spilar um helgina - „Of góður til að vera númer tvö"
Ramsdale
Ramsdale
Mynd: EPA
Raya
Raya
Mynd: EPA
Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, verður á milli stanganna um helgina þegar Arsenal mætir Brentford. Það er ljóst þar sem David Raya, sem hefur varið mark Arsenal að undanförnu, er á láni frá Brentford.

David Seaman, fyrrum markvörður enska landsliðsins og Arsenal, starfar fyrir Arsenal og ræddi hann um Ramsdale í viðtali við BBC.

„Ef hann er ekki að spila þá hefur það áhrif á hans möguleika (á að fara á EM). Ef ég hef rétt fyrir mér þá spilar hann um helgina - Raya getur ekki spilað því hann er á láni. Aaron kemur inn, hann fær tækifæri og eftir það munum við sjá hvað gerist."

„Ef Aaron spilar ekki næsta leik á eftir þá vitum við hver er númer eitt hjá Mikel Arteta. Staðan er ekki góð fyrir Aaron. Hann er markvörður í hæsta gæðaflokki, á því er enginn vafi, og starf Mikel er að halda tveimur mjög góðum markvörðum góðum."

„Ef Aaron ætlar að eiga möguleika á að verja mark Englands á EM þá þarf hann að vera að spila, en ég held að janúar sé of snemmt fyrir hann til að fara frá Arsenal."

„Fyrir mér er leikurinn um helgina mjög mikilvægur. Þar munum við fá mörg svör. Mikel talaði um að skipta leikjum á milli þeirra, viðverðum að bíða og sjá eftir leikinn hvernig hlutirnir verða, en Aaron er of góður til að vera númer tvö - á því er enginn vafi,"
sagði Seaman.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 11 4 1 36 15 +21 37
2 Arsenal 15 11 3 1 33 14 +19 36
3 Aston Villa 15 10 2 3 34 20 +14 32
4 Man City 15 9 3 3 36 17 +19 30
5 Tottenham 15 8 3 4 29 22 +7 27
6 Man Utd 16 9 0 7 18 21 -3 27
7 Newcastle 15 8 2 5 32 17 +15 26
8 Brighton 16 7 5 4 33 28 +5 26
9 West Ham 15 7 3 5 26 25 +1 24
10 Chelsea 15 5 4 6 26 24 +2 19
11 Brentford 16 5 4 7 23 22 +1 19
12 Wolves 16 5 4 7 21 26 -5 19
13 Bournemouth 16 5 4 7 21 30 -9 19
14 Fulham 15 5 3 7 21 26 -5 18
15 Crystal Palace 16 4 4 8 15 23 -8 16
16 Nott. Forest 16 3 5 8 17 28 -11 14
17 Everton 15 6 2 7 18 20 -2 10
18 Luton 15 2 3 10 16 30 -14 9
19 Burnley 16 2 2 12 16 34 -18 8
20 Sheffield Utd 16 2 2 12 12 41 -29 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner