Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   þri 14. nóvember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Ramsdale: Hann er búinn að tapa brosinu
Faðir Aarons Ramsdale, markvarðar Arsenal, segir að sonur sinn sé búinn að tapa brosinu eftir að hann missti sæti sitt í byrjunarliði Arsenal.

Markvörðurinn hefur aðeins byrjað sjö leiki með Arsenal á tímabilinu, en hann er búinn að missa sæti sitt til David Raya, sem var fenginn frá Brentford í sumar. Ramsdale stóð sig vel á síðasta tímabili en náði samt ekki að halda sæti sínu.

„Aaron er búinn að tapa brosinu," segir Nick, faðir markvarðarins.

„Það er erfitt að sjá hann svona en við segjum öll við hann að hann verði að halda áfram að brosa."

„Aaron er að leggja eins mikið á sig og hann getur. Hann er að reyna að gera sitt besta fyrir hópinn. Hann mun gera allt sem hann getur til að hjálpa Arsenal að vinna ensku úrvalsdeildina."

Faðir Ramsdale viðurkennir að hann sé ekki sáttur með það hvernig hefur verið að staðið að málum sonar síns. Hann skrifaði undir nýjan samning við Arsenal og stuttu síðar náði félagið í Raya. Hann segir að Ramsdale sé búinn að fá þau skilaboð að hann verði bara bikarmarkvörður nema eitthvað breytist.
Athugasemdir
banner
banner