Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. janúar 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænski bikarinn: Flautumark Griezmann bjargaði Barca á Ibiza
Athletic vann í vító
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hófust klukkan 18:00 í spænska konungsbikarnum. Barcelona heimsótti í kvöld Ibiza og Athletic sótti Elche heim.

Ibiza komst yfir í fyrri hálfleik og þá hélt Neto, markvörður Barcelona, gestunum inn í leiknum með góðri vörslu seinna í hálfleiknum. Það var svo Antoine Griezmann sem jafnaði leikinn eftir undirbúning Frenkie de Jong á 72. mínútu.

Allt stefndi í jafntefli og því áframhald á leiknum en á 95. mínútu skoraði Griezmann sitt annað mark og tryggði sigur gegn þriðju deildarliði Ibiza.

Inaki Williams kom gestunum frá Bilbao yfir með marki á 5. mínútu en Fidel jafnaði leikinn skömmu fyrir leikhlé. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingunni en Athletic Bilbao sigraði eftir vítaspyrnu keppni.

Elche 1 - 1 Athletic 4-5 eftir vítaspyrnukeppni

UD Ibiza 1 - 2 Barcelona
1-0 Pep Caballe ('9 )
1-1 Antoine Griezmann ('72 )
1-2 Antoine Griezmann ('90+5 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner